577 1555
Kemis býður ýmislegt er viðkemur steypuvinnu s.s. íblendiefni, mótaolíu, steypuþekju, frostmottur (Mambo) og fíber.
Frekari upplýsingar er að finna í flokkunum hér fyrir neðan.
KMO er mótaolía unnin úr plöntuolíu og viðeigandi aukaefnum. KMO er hannað fyrir allar aðstæður og allar tegundir móta og kemur í veg fyrir loftbólumyndanir á yfirborði steypunnar. KMO hindrar ekki viðloðun múrhúðunnar eða málningar.
Olían er umhverfisvæn og nánast lyktarlaus og þarfnast ekki sérmerkingar sem hættulegt efni í flutningum, eða við notkun.
Ávalt til mikið magn af frostmottum / einangrunarmottum.
9mm þykkar með mikið einangrunargildi.
Rúllurnar eru 2x50m
Kemis framleiðir og flytur inn hágæða íblendiefni í steypu.
Hér að neðan finnur þú það sem við höfum að bjóða.
KEMPLAST K-99 er vatnssparandi íblöndunarefni fyrir sementsbundnar múrblöndur og steinsteypu. Efnið er hannað til þess að draga úr sementsnotkun, minnka vatnsþörf, bæta vinnanleika og auka vatnsþéttileika og þrýstistyrk. KEMPLAST K-99 má nota með öðrum íblöndunarefnum frá Kemis heildverslun ehf eins og t.d. KEMLOFT KBL, KEMFLOT KKI-40 og fleirum.
KEMFLOT KKI-40 er öflugt vatnssparandi og þjálnibætandi íblöndunarefni fyrir sementsbundnar múrblöndur og steinsteypu ásamt því að vera mjög hentugt við gerð sjálfútleggjandi múrs og steinsteypu. KEMFLOT KKI-40 dregur úr sementsnotkun, minnkar vatnsþörf, bætir vinnanleika og eykur þrýstistyrk. KEMFLOT KKI-40 má nota með öðrum íblöndunarefnum frá Kemis heildverslun ehf. eins og KEMLOFT KBL, KEMPLAST K-99 og fleirum.
KEMLOFT KBL er loftíblöndunarefni fyrir sementsbundnar múrblöndur og steinsteypu. Hæfileg loftíblöndun í múr (8-12%) og steinsteypu (5-8%) eykur vinnanleika, dregur úr blæðingu, eykur vatnsþéttileika, minnkar vatnsþörf, dregur úr hættu á aðskilnaði og bætir eiginleika til dælingar.
KEMLOFT KBL má nota með öðrum íblöndunarefnum frá Kemis heildverslun ehf. eins og KEMPLAST K-99, KEMFLOT KKI-40 og fleirum.
KCN steypuhraðari hentar fyrir flestar gerðir sementsblandna. Besti árangur næst með Portland sementi, og blöndum með háu belit innihaldi og lágri alkalivirkni.
Helstu notkunarkostir efnisins eru að hægt að steypa í kaldara veðri, aukinn hraði í einingaframleiðslu, minni hætta á að efnið setjist til, minni rýrnunarsprungur, styttri biðtími eftir slípun gólfplatna, aukinn styrkur í hörðnun og aukinn lokastyrkur. Auk þess hindrar efnið tæringu járna.
KCT steypuhraðari er hraðari og frostlögur fyrir steypublöndur.
KCT er sérhannað fyrir smærri steypur í köldu veðri, eins og gangstéttar, hellusteina og einingasteypu.
Daratard 65R er hágæða steypuseinkari sem hentar flestum gerðum sements.
Seinkunartími frá 2-11 klukkutímar eftir skömmtun.
Kemis framleiðir tvær gerðir steypuþekju, bæði með vaxi og án.
Hér að neðan eru frekari upplýsingar um hvora tegund fyrir sig.
Kemcure KWB er vaxefni sem leggst í þunna filmu yfir steypuflötinn og hindrar þannig útgufun vatns. Þetta hindrar sprungumyndun við útþornun, orsakar sterkara og varanlegra yfirborð auk minna ryks. Himnan sem myndast oxast og hverfur á ca 28 dögum. Ekki er þó ráðlegt að mála yfir steypuþekju nema að gufuþvo vel eða sandblása fyrst. Sama gildir um flísalögn eða aðra yfirborðs meðhöndlun.
Kemcure 3:1 er steypuþekja sem hefur áhrif á fínsprungumyndanir vegna hitaáhrifa í nýrri steypu. Blandan minnkar þensluáhrif auk þess að jafna þornun steypunnar. Blandan herðir og rykbindur yfirborðið og eykur viðloðun ef notkun annarra efna er áætluð svo sem málning.
Við bjóðum hágæða stál- og plastfíber í steypu.
Frekari upplýsingar eru hér að neðan.
Synmix SP55 er hágæða plastfíber frá BEKAERT sem dregur úr plastískum sprungumyndunum.
DRAMIX er hágæða stálfíber frá BEKAERT sem hentar til styrkingar í alla steypu hvort sem er plötur, veggi eða sprautusteypu á gangnaveggi.
Opnunartímar
Mán – fim
8:30 – 17:00
Föstudagur
8:30 – 16:00
Helgar
Lokað
Hafa samband
Sími
577 1555
Netfang
kemis@kemis.is
Breiðhöfði 53, 110 Reykjavík